top of page
LOGO3.png
coverpic3_edited.jpg

Við sérhæfum okkur í loftþéttleika húsa

Loftþétt hús tryggir 

  • Minni líkur á rakamyndun

  • Minni líkur á myglu

  • Minna orkutap

  • Betri hljóðeinangrun

  • Vörn gegn mengun að utan

Hvað er loftþéttleikapróf?

Sérstakur rammi með viftu er spenntur í útidyrahurð hússins sem tengist mælingabúnaði. Viftan sér um að mynda yfir og/eða undirþrýsting í húsinu sem mælingarnar eru síðan byggðar á. Mælingin er framkvæmd samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9972:2015. Loftþéttleikapróf geta sýnt fram á loftleka inn eða út úr húsum. Ef ekki hefur verið gengið frá rakasperru eða öðrum þéttingum nægilega vel getur það haft í för með sér að kynding í húsinu sleppi auðveldlega og húsið haldi því ekki hita nægilega vel inni.

 

Loftþéttleikamælingar geta því einnig komið í veg fyrir rakamyndun í útveggjum sem síðar meir geta leitt til mygluvandamála. Þétt hús koma líka í veg fyrir að mengun sleppi inn og bætir einnig hljóðeinangrun og hljóðvist inni í húsinu. 

 

Framkvæmdin felur m.a. í sér að finna þessa leka en til þess er notuð reikvél og/eða hitamyndavél. Allt er svo sett í ítarlega skýrslu að mælingu lokinni.

Skoða Rb-blað um frágang rakavarnalaga

Rb-blað um frágang rakavarnarlaga

Frágangur rakavarnarlaga

Loftþéttleiki húsa er mikilvægur eiginleiki með tilliti til orkunýtingar og almennt vegna gæða húsnæðis, að það sé laust við trekk og aðrar lofthreyfingar sem ekki er unnt að stjórna og valda íbúunum óþægindum.

Meginhlutverk rakavarnarlags er að hindra rakaflutning frá heitu innilofti út í byggingarhluta eða kaldari hluta þeirra og koma þannig í veg fyrir rakaþéttingu í byggingarhlutanum bæði vegna loftstreymis og loftflæðis.

Það getur flætt 5,7 l af vatni í gegnum gat á rakavarnarlagi eftir einn 3” nagla að sverleika 3,1 mm á einu ári.

Ef bygging á að fara í gegn um svansvottun þarf að gera svokallaðar orkuútreikninga. Þessir útreikningar skila svo niðurstöðu líkt og þekkist utan á þvottavélum (A++). ​ Svo hægt sé að ljúka við slíka orkuútreikninga þarf að mæla loftþéttleika byggingarinnar.

Svanurinn

Svansvottun

Í vottunarferli BREEAM þarf að skila inn loftþéttleikaskýrslu eða hitamyndum af öllum hjúpfleti hússins að innan. Þeir mæla með að vottaðir aðilar framkvæmi mælinguna í samræmi við gæðastaðal.

BREEAM vottun

BREEAM Vottun

Í byggingareglugerð segir að hús skuli ekki "leka" meira en 3 m3/klst/m2 við 50 pa þrýsting. Við mælum hinsvegar með að hús skuli mælast í um 0,6 m3/klst/m2 þéttleika sem er sama krafa og fyrir Passive House vottun.

Byggingareglugerð

Byggingareglugerð

Loftþéttleiki mældur við undirþrýsting

ISO 9972:2015 gæðastaðall

Öll okkar loftþéttleikapróf eru tekin samkvæmt ISO staðli 9972:2015. Bretland, Bandaríkin, Canada, Norður Ameríka og fleiri lönd fara eftir mismunandi gæðastöðlum en í Evrópu er almennt farið eftir ISO 9972. Munurinn á stöðlunum liggur t.d. í fjölda mælipunkta á þrýstingi inni í húsinu, veðurskilyrðum og mælieiningu en ISO 9972 notar m3/klst/m2 sem er sama og í byggingareglugerð á Íslandi.

Umsjón samfélagsmiðla

Umsjón samfélagsmiðla er tímafrek og getur verið flókin. Við spörum þér tíma og fyrirhöfn með grípandi innslögum á þína miðla.

 

Láttu okkur sjá um samfélagsmiðlana svo þú getir einbeitt þér að því að láta fyrirtækið þitt vaxa.

Framleiðsla á efni

Efnissköpun er gefandi, en einnig krefjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við erum með sérfræðinga á sviðum upptöku, framsetningar, hönnunar og textaskrifa.

 

Við vinnum allt efni, frá einföldum kynningum til handritsskrifaðs myndbandsefnis.

Einfaldar vefsíður

Notendur eyða að meðaltali minna en mínútu inni á vefsíðum áður en þeir leita annað. Það er því mikilvægt að koma þínum skilaboðum fljótt til skila.

 

Af þessum sökum eru okkar kjörorð að gera einfaldar, hnitmiðaðar og síðast en ekki síst hagstæðar vefsíður. 

Hafa samband

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Instagram

Traustir viðskiptavinir

Fylgstu með

© 2023 Loftþéttleiki

Hafa samband

Loftþéttleiki ehf.

loftthettleiki@gmail.com

898-9198

Loftþéttleiki.is

Kt. 511024-0560

VSK númer: 154664

bottom of page